fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Matur

Skemmtilegasti kokkur landsins fer á kostum í pítsagerð: „Ég á ábyggilega eftir að brenna af mér þakið núna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 20:30

Kristinn er dásamlegur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Kristinn Guðmundsson stýrir matreiðsluþáttunum SOÐ sem hafa vakið gríðarlega athygli síðustu misseri. Ekki út af því að Kristinn er svo mikill snilldarkokkur heldur út af því hve endalaust sjarmerandi og sniðugur hann er.

Í SOÐ virðist nefnilega ekkert vera æft eða planað – Kristinn spilar af fingrum fram og það fylgir þáttunum ákveðin heillandi óreiða sem lætur mann vilja meira. Það er því ekki furða að Sjónvarp Símans hefur tryggt sér SOÐ-þættina.

Í nýjum SOÐ-þætti býr Kristinn til eftirréttapítsu. Hann notar jarðarber, bláber og hindber, sem hann man reyndar ekki hvað heita, sem álegg og jafnframt lakkríssúkkulaði frá Omnom. Baksturinn fer fram í svokölluðum UUNI pítsaofni sem á eingöngu að nota utandyra, en þar sem Kristinn brýtur allar reglurnar er hann búinn að búa til stromp til að leiða reykinn úr húsi og tekur áhættuna með að baka pítsuna innandyra.

Kristinn, gjöriði svo vel:

https://www.facebook.com/CookShowSod/videos/2361939307366570/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa