fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Enn heldur sigurför Bláa lónsins áfram: Heitur reitur fyrir matgæðinga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:00

Moss restaurant vekur athygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðasíðan Lonely Planet er búin að birta lista yfir bestu, nýju matarupplifanirnar fyrir ferðalanga árið 2019. Veitingastaðurinn Moss Restaurant í Bláa lóninu kemst á blað, ásamt heimsþekktum veitingastöðum eins og Noma í Kaupmannahöfn og Dine in the Dome í Singapúr.

Í grein Lonely planet er sagt að Moss restaurant sé heitur reitur fyrir matgæðinga þar sem hægt er að gæða sér á íslenskum réttum með útsýni yfir hraunið. Þá er einnig minnst á vínkjallarann sem er umlukinn hrauni frá árinu 1226 en þeir sem hætta sér þangað ferðast í raun undir yfirborð jarðar.

Útsýnið er ekkert slor.

Basalt arkitektar og ítalska fyrirtækið Design Group Italia sáu um hönnun Moss restaurant sem opnaði síðasta vor. Þess má geta að Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu. Ekki þarf að fjölyrða um vinsældir Bláa lónsins, en erlendum gestum baðstaðarins hefur fjölgað gríðarlega síðustu misseri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa