fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

George Clooney drepur dreka fyrir Game of Thrones-stjörnu: „Næst verð ég í lífstykki“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 16:00

Riddari Clooney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn George Clooney fer á kostum í nýrri auglýsingu fyrir Nespresso sem heitir The Quest. Í auglýsingunni leikur George riddara, en auglýsingin byrjar á því að hann tilkynnir Game of Thrones-stjörnunni Natalie Dormer, sem leikur drottningu, að hann hafi drepið dreka fyrir hana.

Með drekadrápinu bjargaði George konungsríkinu og fær að velja sér hvað sem hugurinn girnist. Riddarinn hugsar sig um, gengur síðan út úr auglýsingunni og nær sér í Nespresso-kaffi í verslun í New York.

https://www.youtube.com/watch?v=fMOtnamM1P4

Í öðru myndbandi, þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar slá þau George og Natalie á létta strengi þegar kemur að búningunum, en Natalie er auðvitað þaulvön íburðarmiklum klæðnaði úr þáttaröðinni Game of Thrones.

„George ætlar að vera í lífstykkinu næst,“ segir Natalie í myndbandinu hér fyrir neðan og leikarinn tekur vel í þá hugmynd.

„Ó, já. Næst verð ég í lífstykki.“

https://www.youtube.com/watch?v=9PjsEA7M1a4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa