fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Sannleikurinn um smjör

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 20:30

Það er fátt verra en hart smjör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smjör er líklegast til á flestum heimilum í einhverju formi, en fátt er verra en að smyrja sér dýrindissamloku og smjörið er hart. Það getur gjörsamlega eyðilagt morguninn.

Margir hafa staðið í þeim misskilningi að smjör verði að vera geymt í ísskáp þar sem það er mjólkurvara en það er einfaldlega ekki rétt. Smjör er í raun eina mjólkurvaran sem má standa við stofuhita í allt að viku áður en það skemmist.

Sannleikurinn um smjörið er sá að smjör er ólíklegra til að draga að sér óæskilegar bakteríur en aðrar mjólkurvörur. Smjör er um það bil 80 prósent fita og þar af leiðandi er vatnsmagn í smjöri lægra en í öðrum mjólkurvörum. Þess vegna snerta bakteríur síður við smjöri. Við það bætist að smjör er vanalega búið til úr gerilsneyddri mjólk sem er sem þyrnir í augum bakteríuflórunnar. Saltið hjálpar líka til og því er ráð að geyma ósaltað smjör ekki svona lengi á eldhúsborðinu.

Best er að geyma smjörið í góðu íláti.

Að sjálfsögðu er ekki mælt með því að smjörinu sé bara skellt á eldúsborðið í einhverja daga án varna, heldur geymt í góðu íláti, jafnvel lofttæmdu. Best er að leyfa sólarljósinu ekki að skína beint á smjörið. Einnig er þjóðráð að geyma bara smá bút af smjörinu í einu á eldhúsborði svo ekkert fari til spillis eftir vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa