

Kokkurinn Heston Blumenthal tilkynnti á dögunum að á veitingastað hans, Fat Duck, verði hægt að panta minni skammta og með þessu væri staðurinn að hugsa til fólks á þyngdartapslyfjum sem minnka matarlystina.
Í samtali við The Sunday Times sagði Ramsay, 59 ára, að þetta væri „kjaftæði.“
„Þetta er algjört kjaftæði. Það er ekki möguleiki að við ætlum að gefa eftir til Mounjaro sprautunnar. Vandamálið hjá þeim var að borða of mikið til að byrja með,“ sagði hann.
„Það er ekki séns að við ætlum að vera með einhvers konar Ozempic matseðil svo þér líði ekki eins og feitum hálfvita klukkan hálf ellefu að kvöldi til.“