fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“

Pressan
Föstudaginn 17. október 2025 21:30

Lögreglumaðurinn leiðir Mirellu af heimili hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk kona sem bjargað var eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár inni á heimili foreldra sinna var „fáum dögum frá dauðanum“ þegar hún fannst að sögn nágranna.

Konan sem er 42 ára gömul og nefnd Mirella í fjölmiðlum hvarf þegar hún var 15 ára gömul, og foreldrar hennar sögðu fólki að hún væri horfin, að sögn nágranna hennar.

Í júlí fannst hún horuð og með alvarleg meiðsli í foreldrahúsum sínum í Świętochłowice, um 290 kílómetra frá Varsjá, höfuðborg Póllands, að sögn lögreglunnar. Það var algjör tilviljun að Mirella fannst, en lögreglumaður hafði komið á heimili foreldra hennar eftir að nágrannar tilkynntu um rifrildi.

Þar fann lögreglumaðurinn  81 árs gamla móður Mirellu, sem sagði að ekkert væri að og Mirella tók undir orð hennar. Lögreglumaðurinn fylltist þó grunsemdum þegar hann sá sárin á fótleggjum Mirellu og kallaði eftir neyðaraðstoð.

Í fjáröflun sem nágrannar hennar stóðu fyrir segja þeir að læknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Mirella hefði „verið nokkrum dögum frá andláti vegna sýkingar“ þegar hún var færð á spítala. Mirella var með „opin sár á fæti“ þegar hún fannst.

Mirella hefur síðan tjáð sig og sagt að henni hafi ekki verið haldin gegn vilja sínum. Hún var send aftur heim til foreldra sinna eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu.

Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt ofbeldi hafa staðarmiðlar eftir saksóknaranum Agnieszka Kwatera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin