Pólsk kona sem bjargað var eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár inni á heimili foreldra sinna var „fáum dögum frá dauðanum“ þegar hún fannst að sögn nágranna.
Konan sem er 42 ára gömul og nefnd Mirella í fjölmiðlum hvarf þegar hún var 15 ára gömul, og foreldrar hennar sögðu fólki að hún væri horfin, að sögn nágranna hennar.
Í júlí fannst hún horuð og með alvarleg meiðsli í foreldrahúsum sínum í Świętochłowice, um 290 kílómetra frá Varsjá, höfuðborg Póllands, að sögn lögreglunnar. Það var algjör tilviljun að Mirella fannst, en lögreglumaður hafði komið á heimili foreldra hennar eftir að nágrannar tilkynntu um rifrildi.
Þar fann lögreglumaðurinn 81 árs gamla móður Mirellu, sem sagði að ekkert væri að og Mirella tók undir orð hennar. Lögreglumaðurinn fylltist þó grunsemdum þegar hann sá sárin á fótleggjum Mirellu og kallaði eftir neyðaraðstoð.
Í fjáröflun sem nágrannar hennar stóðu fyrir segja þeir að læknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Mirella hefði „verið nokkrum dögum frá andláti vegna sýkingar“ þegar hún var færð á spítala. Mirella var með „opin sár á fæti“ þegar hún fannst.
Mirella hefur síðan tjáð sig og sagt að henni hafi ekki verið haldin gegn vilja sínum. Hún var send aftur heim til foreldra sinna eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu.
Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt ofbeldi hafa staðarmiðlar eftir saksóknaranum Agnieszka Kwatera.