fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Fókus
Laugardaginn 18. október 2025 07:30

Sia. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginmaður áströlsku tónlistarkonunnar Sia hefur farið fram á að fá rúmlega 250 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 30 milljónir króna, frá henni á mánuði.

Sia, sem heitir réttu nafni Sia Furler, sótti um skilnað frá eiginmanninum, lækninum Daniel Bernard, í mars síðastliðnum. Sagði hún að „óyfirstíganlegur ágreiningur“ væri ástæða þess að hún vildi skilnað.

Breska ríkisútvarpið, BBC, vísar í dómsskjöl sem lögmenn Bernard lögðu fram á dögunum þar sem fram kemur að hann vilji fá rúma 250 þúsund dollara í framfærslu á mánuði frá fyrrum eiginkonu sinni.

Segist hann þurfa þessa upphæð til að viðhalda „lúxuslífstílnum“ sem hann naut meðan á hjónabandi þeirra stóð. Þá segist hann vera „fjárhagslega háður“ tónlistarkonunni þar sem hann hefði skilað inn lækningaleyfi sínu eftir að þau byrjuðu að búa saman. Hann þyrfti að gangast undir stranga þjálfun og próf til að fá leyfið aftur.

Í stefnunni kemur fram að þau hjónin hafi eytt um 400 þúsund Bandaríkjadölum á mánuði, tæpum 50 milljónum króna, í einkaþotur, ferðalög, mat og til að greiða starfsfólki laun. „Við þurftum aldrei að pæla í hvað við eyddum peningunum í,“ segir hann.

Sia og Bernard gengu í hjónaband í desember 2022 og eiga saman átján mánaða son.

Óvíst er hvernig málið fer en búast má við því að Sia og verjendur hennar mótmæli kröfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Opinbera dánarorsök Diane Keaton
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust