fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 10:58

Roman Abramovich er rússneskur olígarki sem hefur tapað peningum vegna stríðsins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea gæti átt von á þungri sekt eftir að enska knattspyrnusambandið ákærði félagið fyrir alls 74 brot á reglum um umboðsmenn leikmanna og þriðja aðila á tímum Roman Abramovich.

Roman átti félagið um langt skeið en nú er félagið rekið af Ameríkumönnum.

FA staðfesti ákærurnar í tilkynningu sem birt var í morgun. „Knattspyrnusamband Englands (FA) hefur í dag ákært Chelsea FC fyrir brot á reglugerðum J1 og C2 í reglum FA um umboðsmenn leikmanna, ásamt brotum á reglum A2 og A3 í reglugerðum FA um viðskipti með milliliði og einnig á reglum A1 og B3 í reglugerðum FA um fjárfestingu þriðju aðila í leikmönnum,“ segir í yfirlýsingu.

Samtals hefur Chelsea FC verið ákært fyrir 74 brot. Umrædd brot áttu sér stað á árunum 2009 til 2022 og tengjast að mestu atvikum sem áttu sér stað á tímabilunum 2010-11 til 2015-16.

Chelsea FC hefur frest til 19. september 2025 til að skila inn formlegu svari. Um er að ræða nýjustu vendinguna í rannsókn sem staðið hefur yfir frá því að nýir eigendur tóku við félaginu árið 2022 og komu sjálfir upplýsingum um möguleg brot á framfæri við yfirvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford