Emmanuel Petit hvetur Chelsea til að reyna allt sem félagið getur til að fá inn Emiliano Martinez í sumar.
Martinez er 32 ára gamall markvörður en hann er mikið orðaður við Manchester United í dag og er líklega á förum frá Aston Villa.
Petit vill að Chelsea sæki markvörðinn fyrir veturinn en félagið var nálægt því að fá Mike Maignan frá AC Milan fyrr í sumar.
,,Emiliano Martinez væri mjög hvetjandi fyrir búningsklefa Chelsea. Ég hef gagnrýnt hegðun hans áður en hann veit hvernig á að vinna titla og er með reynsluna,“ sagði Petit.
,,Hann getur komið öðrum í gang og er með allt til að vera frábær markvörður. Hann væri frábær fengur fyrir Chelsea og er ekki gamall fyrir markvörð.“