fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður mikill viðbúnaður í Svíþjóð í kvöld er Malmö og FC Kaupmannahöfn mætast í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Mikill rígur er á milli liðanna, en aðeins Eyrarsundið skilur Malmö og Kaupmannahöfn að. Leikurinn í kvöld er sá fyrri af tveimur í 3. umferð undankeppninnar og byrja Svíarnir á heimavelli.

Sem fyrr segir verður viðbúnaður mikill, aukin öryggisgæsla og notast verður við dróna. Þá mun Kaupmannahafnarlögreglan verða lögreglunni í Malmö innan handar og hafa fulltrúar verið sendir yfir Eyrarsundsbrúnna.

Malmö og FCK eru bæði landsmeistarar. Þess má geta að Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen eru á mála hjá fyrrnefnda liðinu og Rúnar Alex Rúnarsson hjá því síðarnefnda.

Leikurinn hefst klukkan 17 í dag að íslenskum tíma. FCK er talið ívið sigurstranglegri aðilinn í einvíginu fyrirfram en búast má við hörkuleikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar