Sky News skýrir frá þessu og segir að Monzo hafi einnig verið ákærður fyrir að hafa ráðist á fleiri en Daniel, hann særði lögreglumenn alvarlega og hræddi líftóruna úr pari þegar hann braust inn til þess.
Joel Bennathan, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að engin fangelsisdómur „geti komist nærri því að deyfa sorg fjölskyldu Daniels“.
Ofbeldisæði Monzo stóð yfir í um 20 mínútur í hverfinu Hainault, sem er í austurhluta Lundúna, í apríl 2024.
Hann varð Daniel að bana og særði tvo lögreglumenn. Hann braust einnig inn í hús og réðst á sofandi par í svefnherberginu.
Verjendur hans sögðu að hann hafi verið í geðrofi vegna kannabisneyslu þegar þetta gerðist.
Ofbeldið hófst með því að Monzo ók sendibíl á fótgangandi mann og steig síðan út úr bílnum og hjó manninn í hálsinn með sverði. Hann hélt síðan för sinni áfram í sendibílnum og réðst á Daniel, sem var með heyrnartól og klæddur íþróttafatnaði, var á leið í skóla.
Saksóknarinn sagði að Monzo hafi veitt Daniel „mikla og óviðráðanlega áverka á vinstri hlið höfuðsins og hálsins“ með sverðinu. Hann sagði að áverkarnir hafi verið ansi nálægt því að geta flokkast sem afhöfðun.