fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 07:30

Morðvettvangurinn. Mynd:BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Monzo, sem er 37 ára, var dæmdur í ævilangt fangelsi á föstudaginn fyrir að hafa myrt hinn 14 ára Daniel Anjorin með sveðju í Lundúnum á síðasta ári. Monzo á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 40 ár í fyrsta lagi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Monzo hafi einnig verið ákærður fyrir að hafa ráðist á fleiri en Daniel, hann særði lögreglumenn alvarlega og hræddi líftóruna úr pari þegar hann braust inn til þess.

Joel Bennathan, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að engin fangelsisdómur „geti komist nærri því að deyfa sorg fjölskyldu Daniels“.

Ofbeldisæði Monzo stóð yfir í um 20 mínútur í hverfinu Hainault, sem er í austurhluta Lundúna, í apríl 2024.

Hann varð Daniel að bana og særði tvo lögreglumenn. Hann braust einnig inn í hús og réðst á sofandi par í svefnherberginu.

Verjendur hans sögðu að hann hafi verið í geðrofi vegna kannabisneyslu þegar þetta gerðist.

Ofbeldið hófst með því að Monzo ók sendibíl á fótgangandi mann og steig síðan út úr bílnum og hjó manninn í hálsinn með sverði. Hann hélt síðan för sinni áfram í sendibílnum og réðst á Daniel, sem var með heyrnartól og klæddur íþróttafatnaði, var á leið í skóla.

Saksóknarinn sagði að Monzo hafi veitt Daniel „mikla og óviðráðanlega áverka á vinstri hlið höfuðsins og hálsins“ með sverðinu. Hann sagði að áverkarnir hafi verið ansi nálægt því að geta flokkast sem afhöfðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni