fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði

Pressan
Mánudaginn 12. maí 2025 03:11

Þyrlan skemmdist mikið. Mynd:Suðurafríska flugmálastjórnin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði á Bird Island í Suður-Afríku í janúar. Mörgæsin var í kassa sem farþegi í framsætinu var með í kjöltunni. Þegar flugmaðurinn hóf þyrluna á loft rann kassinn úr kjöltu farþegans og lenti á stjórntækjum þyrlunnar.

Þetta er niðurstaða rannsóknar suðurafrísku flugmálastjórnarinnar.  The Independent skýrir frá þessu og segir að þyrlan hafi verið komin í um 15 metra hæð þegar kassinn lenti á stjórntækjunum. Flugmaðurinn náði ekki stjórn á þyrlunni eftir þetta og spaðar hennar lentu í jörðinni og þyrlan brotlenti.

Þrír farþegar voru um borð auk flugmannsins og mörgæsarinnar. Enginn slasaðist, ekki heldur mörgæsin.

Flugmálastjórnin segir í skýrslu sinni að ástæðan fyrir slysinu sé að ekki hafi verið nægilega vel gengið frá kassanum með mörgæsinni.

Þyrlan skemmdist mikið og á myndum má sjá að kassinn, sem mörgæsin var í, var pappakassi með götum.

Sérfræðingar höfðu verið í kvöldflugi yfir eyjunni til að skoða fuglalífið  og bað einn þeirra um leyfi til að taka mörgæsina með til Port Elizabeth. Flugmaðurinn varð við þeirri beiðni og má segja að það hafi reynst afdrifarík ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu