Þetta er niðurstaða rannsóknar suðurafrísku flugmálastjórnarinnar. The Independent skýrir frá þessu og segir að þyrlan hafi verið komin í um 15 metra hæð þegar kassinn lenti á stjórntækjunum. Flugmaðurinn náði ekki stjórn á þyrlunni eftir þetta og spaðar hennar lentu í jörðinni og þyrlan brotlenti.
Þrír farþegar voru um borð auk flugmannsins og mörgæsarinnar. Enginn slasaðist, ekki heldur mörgæsin.
Flugmálastjórnin segir í skýrslu sinni að ástæðan fyrir slysinu sé að ekki hafi verið nægilega vel gengið frá kassanum með mörgæsinni.
Þyrlan skemmdist mikið og á myndum má sjá að kassinn, sem mörgæsin var í, var pappakassi með götum.
Sérfræðingar höfðu verið í kvöldflugi yfir eyjunni til að skoða fuglalífið og bað einn þeirra um leyfi til að taka mörgæsina með til Port Elizabeth. Flugmaðurinn varð við þeirri beiðni og má segja að það hafi reynst afdrifarík ákvörðun.