fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi

Pressan
Föstudaginn 9. maí 2025 06:30

Grænlandi er ógnað úr vestri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur lengi sagt að hann telji að Bandaríkin „hafi þörf“ fyrir Grænland út frá öryggissjónarmiðum. Í nýlegu viðtali við NBC News sagðist hann ekki útiloka að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi.

Í viðtalinu var hann spurður út í samband Bandaríkjanna og Kanada og hvort hann gæti tekið upp á því að beita hervaldi gegn Kanada. Hann sagðist ekki trúa því að sú staða muni nokkru sinni koma upp.

En hvað varðar Grænland sagði hann: „Það gæti gerst. Eitthvað gæti gerst varðandi Grænland. Ég vil vera hreinskilinn – við höfum þörf fyrir Grænland út frá öryggissjónarmiðum, bæði okkar og alþjóðlegum. En ég held að það sé mjög ólíklegt.“

Síðar í viðtalinu kom hann aftur inn á þörf Bandaríkjanna fyrir að fá yfirráð yfir Grænlandi og beindi orðum sínum til Grænlendinga: „Við höfum virkilega þörf fyrir Grænland. Þar búa mjög fáir og við munum sjá vel um þá. Við munum elska þá og allt það. En við höfum þörf fyrir Grænland út frá alþjóðlegum öryggissjónarmiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum