Dvöl hans vakti mikla athygli en hann var duglegur að birta myndir frá heimsókninni á Instagram, þar sem hann er með tæplega 300 milljónir fylgjenda.
The Sun greinir frá því að platan muni tákna endurkomu hans í bransann, en hann gaf síðast út plötuna Justice árið 2021. Aðdáendur hafa því beðið spenntir eftir nýrri tónlist frá söngvaranum.
Sjá einnig: Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Undanfarið hefur Bieber glímt við erfiðleika og segir heimildarmaður The Sun að söngvarinn er að nota sársaukann í listsköpunina.
„Bieber er að gera það sem hann gerir best akkúrat núna, breyta sársauka sínum í list,“ sagði heimildarmaður náinn stjörnunni.
„Þrátt fyrir það sem miðlarnir segja, þá er hann umkringdur góðu fólki, meðal annars vinum sem hann hefur þekkt í mörg ár.“
Sjá einnig: Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Í síðustu viku var greint frá því að vinir Bieber eru sagðir hafa miklar áhyggjur af peningamálum hans, þar sem hann eyði stórfé í einkaþotur og flottar gjafir, en hann hefur ekki unnið í langan tíma.
Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Bieber eignaðist soninn Jack Blues í ágúst í fyrra. En í stað þess að njóta sín í föðurhlutverkinu hefur Bieber hagað sér undarlega, djammað af kappi, orðinn náinn vinur af því er virðist vafasamt fólks og slitið tengslin við langtíma vini sína, á sama tíma og hann eyðir stórfé.
Aðdáendur vona að Bieber sé að snúa við blaðinu og með nýju tónlistinni muni hefjast nýtt tímabil hjá kappanum.