fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
433Sport

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. ágúst 2025 21:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle hefur lagt fram nýtt tilboð í Benjamin Sesko samkvæmt áreiðanlegum fréttamiðlum nú í kvöld.

Þessi eftirsótti framherji RB Leipzig hefur verið orðaður við Newcastle og Manchester United undanfarið, en þýska félagið hafnaði tilboði Newcastle á dögunum.

Það boð hljóðaði upp á 65 milljónir punda og gat það hækkað upp í 70 milljónir. Nýtt tilboð hljóðar upp á að minnsta kosti 70 milljónir punda og getur það hækkað upp í næstum 80 milljónir punda.

United hefur ekki enn lagt fram tilboð en hefur látið Leipzig vita að félagið muni gera það ef Sesko sjálfur velur það fram yfir Newcastle.

Fréttir undanfarna daga hafa verið á þann veg að Sesko vilji frekar ganga í raðir United en miðað við þessar nýju fréttir áttu mjög jákvæðar viðræður sér stað milli Newcastle, Leipzig og fulltrúa leikmannsins í dag.

Ekkert hefur þó verið samþykkt enn, en hjá Leipzig eru menn ekki hræddir við að halda Sesko áfram hjá félaginu ef fullnægjandi tilboð berst ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur

Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’
433Sport
Í gær

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref