

Ef VAR tæknin væri ekki notuð í enska boltanum hefði Liverpool unnið ensku deildina með tveimur stigum en ekki tíu.
Tæknin öfluga lék Arsenal nokkuð grátt og „tók“ VAR af þeim átta stig.
Chelsea hefði endað með fleiri stig án VAR en Manchester City hefði tapað stigum ef ekki væri fyrir VAR.
Um er að ræða augnablik þar sem tæknin grípur inn í ákvarðanir dómara og snýr þeim.
Newcastle hefði verið með átta stigum minna og misst af Meistaradeildarsætinu ef ekki væri fyrir VAR.
