

Kevin de Bruyne mun í sumar yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út. Frá þessu greindi hann í dag.
De Bruyne hefur átt magðana feril hjá City og unnið ensku deildina sex sinnum, hann hefur einnig unnið alla aðra titla sem í boði eru.
Miðjumaðurinn frá Belgíu fer nú á vit nýrra ævintýra og er Sádí Arabía nefnd til sögunnar.
„Það er mikið slúðrað en það sem er líklegast er Sádí Arabía eða MLS deildin. Það eru deildir sem hafa áhuga og hafa rætt við De Bruyne,“ sagði fréttamaður Sky Sports.
„Hann segist ekki vera að hætta, hann á inni einn samning í þessum löndum eftir magnaðan feril.“