

Keppni í Bestu deild karla er að hefjast á morgun en mikil eftirvænting er fyrir mótinu. Stærsta saga vetrarins var þegar Gylfi Þór Sigurðsson fór fram á sölu frá Val og endaði í Víkingi.
Ljóst er að Víkingur gerir þá kröfu til Gylfa að hann verði besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.
Höskuldur Gunnlaugsson var besti leikmaður deildarinnar í fyrra og ætti að veita Gylfi mikla samkeppni.
433.is hefur tekið saman lista yfir þá 10 leikmenn sem ættu að skara fram úr í deildinni í sumar.
Þessir ættu að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar:

1 – Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur)

2 – Höskuldur Gunnlaugsson – (Breiðablik)

3 – Ingvar Jónsson (Víkingur)

4 – Patrick Pedersen (Valur)

5 – Oliver Ekroth (Víkingur)

6 – Aron Elís Þrándarson (Víkingur)

7 – Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)

8 – Jónatan Ingi Jónsson (Valur)

9 – Aron Sigurðarson (KR)

10 – Kjartan Kári Halldórsson (FH)