

Arsenal verður að gera Nico Williams að einum launahæsta leikmanni félagsins ef hann á að koma í sumar.
Williams er á góðum tékka hjá Athletic Bilbao en Arsenal hefur lengi haft augastað á honum.
Williams er snöggur kantmaður sem er á óskalista Arsenal.
Líklegt er talið að hann vilji fá nálægt 300 þúsund pundum á viku en Barcelona hefur einnig sýnt honum áhuga.
Williams er lykilmaður í spænska landsliðinu en Mikel Arteta vill styrkja sóknarleik sinn í sumar.