
Það er komið að liðunum sem við spáum 7. og 8. sæti. Við spáum því að Fram verði númer átta eftir að hafa hafnað í 9. sæti og endað mótið í fyrra illa. Rúnar Kristinsson er á leið inn í sitt annað tímabil með félagsins og hafa margir komið í félagaskiptaglugganum í vetur.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur um Bestu deildina, hefur þetta að segja um Fram:
8. Fram – Mér finnst Fram vera svolítið fastir í sömu hjólförunum ár frá ári. Þeir eru aðeins fyrir neðan miðjustrikið og þurfa aðeins meiri innspýtingu til að koma sér ofar. Þeir sóttu mikið af leikmönnum í vetur en það er spurning hvort það hefði þurfti gæði umfram magn. Það er svakalega góður andi yfir klúbbnum frá því þeir fluttu í Úlfarsárdal, þetta er frábært svæði og það er góð stemning á leikjum.
Lykilmaðurinn: Kennie Chopart – Maður sá í fyrra hvað það var mikill munur á þeim þegar hann vantaði. Hann er hrikalega öflugur varnarlega, bindur vörnina saman. Og svo er hann hrikalega góður sóknarlega líka.
Þarf að stíga upp: Vuk Oskar Dimitrijevic – Hann er á síðasta séns. Þetta gekk ekki upp í FH og hann á greinilega að verða lykilmaður í Fram. Rúnar ætlar að reyna að ná honum í gang.

Við spáum því þá að FH endi í sjöunda sæti. Liðið náði inn í efri hlutann fyrir tvískiptingu í fyrra en tapaði öllum leikjum sínum þar, að undanskildu einu jafntefli við Val. Þess má geta að spáin var sett saman áður en FH sótti miðvörðinn öfluga Ahmad Faqa á láni frá AIK, en það var vandræðastaða hjá Fimleikafélaginu.
Hrafnkell Freyr hefur eftirfarandi að segja um FH fyrir komandi leiktíð:
7. FH – Mér finnst mjög lítið þurfa út af bregða svo þeir endi bara í ruglinu. Þeir eru meiðslum hjá Kjartani Kára og Birni Daníel frá því að fara í bullandi botnbaráttu. Ef þeir fá hafsent og Björn Daníel, Kjartan Kári, Sigurður Bjartur og fleiri gefi í þá geta þeir alveg orðið öflugir. Þetta getur brugðið til beggja vona.
Lykilmaðurinn: Kjartan Kári Halldórsson – Ég ætla ekki að fara að reyna að vera neitt sniðugur hér.
Þarf að stíga upp: Böðvar Böðvarsson – Mér fannst hann oft flottur í fyrra en á meira inni. Nú gæti hann þurft að spila meira í hafsent, sem er ábyrgðarmikil staða.

Spá 433.is
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. FH
8. Fram
9. KA
10. Afturelding
11. ÍBV
12. Vestri