fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. apríl 2025 17:30

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun og við höldum áfram að birta spá 433.is fyrir mótið.

Það er komið að liðunum sem við spáum 7. og 8. sæti. Við spáum því að Fram verði númer átta eftir að hafa hafnað í 9. sæti og endað mótið í fyrra illa. Rúnar Kristinsson er á leið inn í sitt annað tímabil með félagsins og hafa margir komið í félagaskiptaglugganum í vetur.

Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur um Bestu deildina, hefur þetta að segja um Fram: 

8. FramMér finnst Fram vera svolítið fastir í sömu hjólförunum ár frá ári. Þeir eru aðeins fyrir neðan miðjustrikið og þurfa aðeins meiri innspýtingu til að koma sér ofar. Þeir sóttu mikið af leikmönnum í vetur en það er spurning hvort það hefði þurfti gæði umfram magn. Það er svakalega góður andi yfir klúbbnum frá því þeir fluttu í Úlfarsárdal, þetta er frábært svæði og það er góð stemning á leikjum. 

Lykilmaðurinn: Kennie ChopartMaður sá í fyrra hvað það var mikill munur á þeim þegar hann vantaði. Hann er hrikalega öflugur varnarlega, bindur vörnina saman. Og svo er hann hrikalega góður sóknarlega líka.

Þarf að stíga upp: Vuk Oskar DimitrijevicHann er á síðasta séns. Þetta gekk ekki upp í FH og hann á greinilega að verða lykilmaður í Fram. Rúnar ætlar að reyna að ná honum í gang. 

Við spáum því þá að FH endi í sjöunda sæti. Liðið náði inn í efri hlutann fyrir tvískiptingu í fyrra en tapaði öllum leikjum sínum þar, að undanskildu einu jafntefli við Val. Þess má geta að spáin var sett saman áður en FH sótti miðvörðinn öfluga Ahmad Faqa á láni frá AIK, en það var vandræðastaða hjá Fimleikafélaginu.

Hrafnkell Freyr hefur eftirfarandi að segja um FH fyrir komandi leiktíð:

7. FHMér finnst mjög lítið þurfa út af bregða svo þeir endi bara í ruglinu. Þeir eru meiðslum hjá Kjartani Kára og Birni Daníel frá því að fara í bullandi botnbaráttu. Ef þeir fá hafsent og Björn Daníel, Kjartan Kári, Sigurður Bjartur og fleiri gefi í þá geta þeir alveg orðið öflugir. Þetta getur brugðið til beggja vona.

Lykilmaðurinn: Kjartan Kári HalldórssonÉg ætla ekki að fara að reyna að vera neitt sniðugur hér.

Þarf að stíga upp: Böðvar BöðvarssonMér fannst hann oft flottur í fyrra en á meira inni. Nú gæti hann þurft að spila meira í hafsent, sem er ábyrgðarmikil staða. 

Mynd: FH

Spá 433.is
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. FH
8. Fram
9. KA
10. Afturelding
11. ÍBV
12. Vestri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu