

Harry Winks miðjumaður Leicester neitar því að gista annar staðar en heima hjá sér og reifst harkalega við Rudd van Nistelrooy stjóra liðsins.
Sökum þess var Winks ekki í hóp gegn Manchester City á miðvikudag.
Winks er búsettur í London og þarf að keyra rúma 160 kílómetra á allar æfingar, 320 kílómetrar þegar hann fer fram og til baka.
Nistelrooy fór fram á það að Winks myndi gista eina nótt í viku á glæsilegu æfingasvæði Leicester til að spara sér aksturinn.
Winks hafði engan áhuga á því og fóru þeir að rífast og það harkalega miðað við fréttir í enskum blöðum.
Winks vill eyða öllum stundum með fjölskyldu sinni en hann og unnustu hans eignuðust barn saman í mars.