

Bayer Leverkusen ætlar í sumar að reyna að kaupa þýska markvörðinn, Stefan Ortega af Manchester City.
Ortega vill fara að spila meira en hann hefur gert á Ethiad síðustu ár.
Ortega er 32 ára gamall og segir Bild í Þýskalandi að verðmiðinn á honum sé 6,7 milljónir punda í sumar.
Leverkusen vill sækja sér nýjan markvörð í sumar og er Ortega þar efstur á blaði.
Ortega hefur reynst City afar vel þegar félagið hefur þurft á honum að halda en honum hefur ekki tekist að taka stöðuna af Ederson.