
Bayern Munchen er að skoða það að bjóða í fyrirliða Manchester United, Bruno Fernandes, en framtíð Portúgalans á Old Trafford er í óvissu. Football Insider segir frá þessu.
Fernandes, sem er 30 ára, hafnaði 100 milljóna punda boði frá Al-Hilal í sumar og ákvað að taka slaginn áfram með United, þrátt fyrir erfiðleika liðsins undanfarið.
Bayern er hins vegar sagt horfa til Portúgalans og telja að hann myndi passa vel inn í sitt lið.
Fernandes hefur verið algjör lykilmaður hjá United frá því hann gekk í raðir félagsins frá Sporting 2020. Hefur skorað 100 mörk í 299 leikjum fyrir Rauðu djöflana.
Fernandes er samningsbundinn til sumarsins 2027 með möguleika á framlengingu.