Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum knattspyrnukona og þjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Viðar Örn Kjartansson staðfesti við Fótbolta.net á dögunum að hann væri á förum frá KA eftir tímabil. Hann fékk lítinn spiltíma á sínu öðru tímabili fyrir norðan.
„Viðar er auðvitað ekki sáttur en ég skil KA og Hadda líka eftir að liðið bjargaði sér, það er mikill efniviður fyrir norðan. Viðar skildi það en kannski ekki á miðju móti. Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir og við leikmenn erum ekkert alltaf sammála því,“ sagði Ásgerður létt í bragði.
Viðar er 35 ára gamall og ætti að geta nýst mörgum liðum vel. „Ef Viðar er heill á hann að geta raðað inn mörkum hvort sem það er í Bestu deildinni eða Lengjudeildinni.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.