fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. október 2025 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um húsbrot í umdæmi Lögreglustöðvar eitt, sem tekur yfir miðborgina, vesturbæ, Seltjarnarnes og austurbæ, en maður hafði hlaupið inn í íbúð og læst sig þar inni á salerni. Neitaði hann að koma út og fara út úr íbúðinni og neyddust íbúar til að kalla til lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands síns.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar greinir einnig frá því að lögregla var kölluð til í miðborginni vegna manns sem var haldið föstum, en hann var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands síns en ekkert samband náðist við hann vegna vímu.

Tilkynnt var um líkamsárás en þar hafði maður ráðist á konu sem var að koma úr bíl sínum. Konan hafði þá kallað á hjálp og hafði maðurinn þá hlaupið á brott. Málið er í rannsókn.

Tveir menn voru handteknir, grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Við leit í bíl mannanna fundust fíkniefni í sölueiningum, fjármunir og annað sem benti til að mennirnir væru að stunda þessa iðju. Þeir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði