Cole Palmer verður hið minnsta frá í sex vikur til viðbótar en Enzo Maresca stjóri Chelsea staðfestir þetta.
Hann mun missa af röð leikja hjá Chelsea en Palmer er mikilvægasti leikmaður liðsins.
Palmer hefur verið að glíma við meiðsli í nára og var vonast til að hann gæti komið til baka á næstu dögum.
Meiðslin eru hins vegar verri en talið var og segir Maresca að vonast sé til að Palmer komi til baka eftir landsleikjafrí í nóvember.
Hann þarf ekki að fara í aðgerð. „Við erum að reyna að ná Cole í sitt besta form, læknarnir eru þó ekki töframenn,“ sagði Maresca.