fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Palmer tapaði baráttunni við rauðvínið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðsstjarnan Cole Palmer hefur þurft að hætta við áform sín um að selja vín undir vörumerkinu Cold Palmer, eftir að virt vínrækt í Frakklandi mótmælti notkun nafnsins.

Palmer, sem leikur með Chelsea og hefur vakið athygli fyrir „skjálfandi“ markfagna sinn, sóttist nýverið eftir því að skrá Cold Palmer sem vörumerki fyrir meðal annars vín, áfengi og fatnað.

En Chateau Palmer, þekktur vínframleiðandi í Bordeaux-svæðinu, lagði fram formlegt mótmælabréf við skráningunni.

Nú hefur lögfræðingateymi Palmer breytt umsókn sinni hjá bresku einkaleyfastofunni og fjarlægt vín úr vörulistanum til að koma í veg fyrir árekstur við franska risann.

Chateau Palmer var stofnað árið 1814 og nýtur mikillar virðingar meðal vínáhugafólks.

Konunglegi vínkaupmaðurinn Berry Bros & Rudd segir vín þeirra vera meðal þeirra bestu í Bordeaux. Ein flaska frá 1970 er verðlögð á um 750 pund, eða rúmlega 130 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid