Íslenska landsliðið var hreinlega rænt stigi í París í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 gegn Frakklandi á útivelli í undankeppni EM.
Andri Lucas Guðjohnsen virtist hafa jafnað leikinn þegar hann kom boltanum í netið, enginn á vellinum kallaði eftir broti.
Þetta er auðvitað ekki brot í neinum heimi. Þetta gerist 88x í hverjum einasta leik, í hverju einasta horni. Þvílíka steypan.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) September 9, 2025
Dómarinn var hins vegar sendur í skjáinn og sá þá að Andri hafði komið við Ibrahima Konate í aðdraganda marksins.
Þessu hefði ekki verið breytt á hinum enda vallarins. That is all.
— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) September 9, 2025
Dómarinn fór í skjáinn og taldi að um brot hefði verið að ræða, mjög linur dómur og illa farið. með íslenska liðið.
Þetta umtalaða atvik má sjá hér að neðan
⚽️ GOAL | France collapsed at the last moment. Andri Gudjohnsen
🇫🇷 France 2-2 Iceland 🇮🇸pic.twitter.com/ogggydH2P6
— Goals Xtra (@GoalsXtra) September 9, 2025