fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Sýn, er hóflega bjartsýnn fyrir leik Íslands við Frakka hér í París annað kvöld. Hann ræddi við 433.is um komandi leik á Parc des Princes í dag.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes en ekki Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, þar sem ekki hefur tekist að semja við nýjan rekstaraðila þar.

„Það er fáránlega mikið umstang í kringum þennan leik. Það er verið að rífa niður límmiða hérna úti um allt sem stendur á PSG, setja franska í staðinn. Svo þurfa þeir að taka allt af og setja PSG aftur,“ sagði Stefán.

video
play-sharp-fill

Það eru stórstjörnur í franska liðinu og aðstæður frábærar. Það má þó ekki láta það trufla sig.

„Maður þarf samt að passa sig aðeins og strákarnir í liðinu líka. Við erum ekki að fara að mæta í þennan leik til að horfa á einhverja gaura sem þeir líta mikið upp til, það væri alveg hræðileg aðferð í landsleik.“

Leikurinn er auðvitað liður í undankeppni HM og hóf íslenska liðið þá keppni frábærlega, með 5-0 sigri á Aserbaísjan á föstudag. Því var velt upp hvort það gefi strákunum eitthvað fyrir leik morgundagsins.

„Það eina sem það gefur þeim er að þeir geta komið út með kassann. Það er ekkert annað sem þeir geta notað úr þessum leik við Aserbaísjan, ekki neitt sem þeir föttuðu og mun nýtast gegn Frökkum.

Þessi leikur verður fáránlega erfiður. Það væri magnað afrek að ná í jafntefli. Ég sé ekki hvernig við getum unnið þennan leik. En fegurðin við fótbolta er að allt getur gerst. Stig væri magnað, sigur væri smá kraftaverk,“ sagði Stefán.

Það var aðeins komið inn á upplifunina af borginni í restina. „Ég auðvitað er mikill aðdáandi Parísar en nú hef ég eiginlega verið í leigubíl allan tímann. Strákarnir eru á Wall Street hverfinu en við erum rétt hjá Eiffel-turninum, það er mjög huggulegt,“ sagði hann léttur, en íslenska liðið dvelur í viðskiptahverfi borgarinnar.

Samtalið í heild sinni er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
Hide picture