fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 21:00

Frá því eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France á EM 2016. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Það er fátt sem bendir til þess að íslenska karlalandsliðið sæki úrslit gegn því franska hér ytra annað kvöld, þó allt geti auðvitað gerst.

Liðin mætast í 2. umferð undankeppni HM, en Ísland vann frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrstu umferðinni og leikmenn því fullir sjálstrausts.

Franska liðið er hins vegar ógnarsterkt og hefur nær alla tíð verið. Raunar hefur Ísland aldrei unnið Frakka í 15 tilraunum en við höfum svo sannarlega strítt þeim og þá náð jafntefli fjórum sinnum.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik hér í Frakklandi fyrir um sjö árum síðan, árið 2018. Þá unnu Frakkar aðeins 3-2 í æfingaleik árið 2012 og 0-1 á Laugardalsvelli síðast þegar liðin mættust, í undankeppni EM 2020.

Inn á milli eru auðvitað stórir sigrar Frakka en Ísland hefur sannarlega staðið í þeim oft á tíðum. Hér að neðan er saga leikja liðanna:

1957: 8-0
1957: 1-5
1975: 0-0
1975: 3-0
1986: 0-0
1987: 2-0
1990: 1-2
1991: 3-1
1998: 1-1
1999: 3-2
2012: 3-2
2016: 5-2
2018: 2-2
2019: 4-0
2019: 0-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið