Virgil van Dijk var hvergi sjáanlegur í fyrradag er Liverpool spilaði við Athletic Bilbao í æfingaleik.
Það kom mörgum á óvart en Van Dijk er einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool og ber fyrirliðabandið.
Liverpool var í engum vandræðum með að sigra leikinn en honum lauk með 4-1 sigri.
Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur útskýrt fjarveru Van Dijk en Andy Robertson var í miðverði ásamt Trey Nyoni.
,,Nánast allir leikmennirnir eru heilir en því miður er Virgil veikur og gat ekki spilað,“ sagði Slot.
,,Við gátum ekki spilað Alisson og Joe Gomez og Conor Bradley eru ekki til staðar.“