fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Ronaldo skilur ekki gagnrýnina – Fær ekki þá virðingu sem hann á skilið

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. júní 2025 20:17

Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, er undrandi á því að fólk hafi gagnrýnt störf Roberto Martinez sem er landsliðsþjálfari sama liðs.

Martinez og Ronaldo fögnuðu sigri í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar í gær en liðið hafði betur gegn Spánverjum eftir vítakeppni.

Fjölmiðlar hafa á tímum gagnrýnt störf Martinez sem landsliðsþjálfari sem kemur Ronaldo verulega á óvart.

,,Ef þjálfari kemst í úrslitaleikinn þá er það því hann er að standa sig frábærlega í starfinu,“ sagði Ronaldo.

,,Að setja spurningamerki við hans árangur er undarlegt en ég skil það að einhverju leyti. Ef þjálfari kemst í úrslitaleik og hann er samt undir smásjánni.. Ímyndið ykkur alla hina.“

,,Hann hefur ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið, hann hefur gert magnaða hluti með landsliðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann