fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Jorginho tjáir sig um framtíðina – „Það er möguleiki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho, leikmaður Arsenal, var spurður út í framtíð sína, en hann hefur verið orðaður við Flamengo í Brasilíu.

Jorginho er orðinn 33 ára gamall og rennur samningur miðjumannsins við Arsenal út í sumar.

„Óvæntir hlutir gerast reglulega í fótbolta en einbeiting mín er á næsta leik með Arsenal. Ég pæli ekkert í orðrómunum,“ sagði Jorginho.

Sem fyrr segir hefur Jorginho verið orðaður við Flamengo. Hann er einmitt fæddur í Brasilíu en er með ítalskt ríkisfang og spilar fyrir landsliðið þar.

„Það er möguleiki að snúa aftur til Brasilíu. Þær dyr eru opnar fyrir framtíðina,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur