fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Fulltrúi í bæjarráði um fjármál FH: „Ekki hlutverk bæjarsjóðs Hafnarfjarðar að bjarga lánardrottnum félagsins“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 11:30

Frá Kaplakrikavelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar í bæjarráði, telur að Hafnarfjarðarbær þurfi að fara mjög vandlega að í að bjarga fjárhagsóreiðu FH vegna byggingar og reksturs Skessunnar.

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að FH verði kynnt drög að kaupsamningi á knatthúsinu Skessunni og viðauka við væntanlegt samkomulag í næstu viku. Fjarðarfréttir fjölluðu um málið.

Mikið hefur verið fjallað um fjármál FH í tengslum við byggingu á Skessunni undanfarnar vikur. Fjárhagsstaða félagsins hefur verið sögð afar slæm.

„Það er ekki hlutverk bæjarsjóðs Hafnarfjarðar að bjarga lánardrottnum félagsins og greiða skuldir félagsins upp í topp án þess að aðstoða félagið við að semja við lánardrottna um verulega lækkun skulda,“ segir Jón í bókun og að eðlilegt sé að lánastofnanir og lánardrottnar beri sína ábyrgð á áhættusömum lánveitingum.

Jón segir að það sé nauðsynlegt að FH sýni aga í sínum fjármálum framvegis, annars verði stutt í næsta ákalli um björgunaraðgerðir.

„Því er nauðsynlegt að endurskipuleggja fjármál FH í heild sinni og setja strangari skilyrði um eftirlit og reglulega upplýsingagjöf. Nýlega sendi félagið frá sér yfirlýsingu um að eftir kaup bæjarins á knatthúsinu þá verði FH skuldlaust og eigið fé 1,5 milljarður. Í ljósi þessa er full ástæða til að skoða hvort félagið geti sjálft leyst fjárhagsvanda vegna knatthússins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“