fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Framlag frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2024

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðin ár hefur UEFA greitt félögum í Bestu deild karla sérstakt framlag vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (Clubs Youth Development) og er þetta framlag hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild karla (UEFA Champions League).
UEFA greiðir nú í þriðja sinn framlag til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar kvenna (UEFA Women´s Champions League).

Í fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 var gert ráð fyrir 35 milljóna króna framlagi til viðbótar til þeirra félaga sem ekki fengu framlag frá UEFA. Stjórn samþykkti á fundi sínum 15. janúar dreifingu framlags KSÍ og má sjá það í töflu hér að neðan.

Samkvæmt ákvörðun stjórnar skal framlag KSÍ til aðildarfélaga renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Úthlutun er háð því að félög haldi úti sjálfstæðri starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Félög sem taka þátt í samstarfi í yngri flokkum eða eru ekki með þátttökulið í Íslandsmóti í yngri flokkum beggja kynja fá 75% framlag miðað við deildarstöðu meistaraflokks.

Rétt er að taka fram að þegar um samstarfsfélög (skástriksfélög) er að ræða þá er framlagið byggt á stöðu í deild skipt á milli þeirra félaga sem að samstarfinu standa.

Eftirfarandi tafla sýnir framlag KSÍ til þróunarstarfs aðildarfélaga KSÍ í samræmi við forsendurnar hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“