fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Flýgur til Spánar og klárar skiptin – Greiða laun hans næstum því að fullu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:00

Mynd: Antony/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony mun fljúga til Spánar í dag og klára skipti sín til Real Betis formlega.

Antony gengur til liðs við Betis frá Manchester United. Um lánssamning út leiktíðina er að ræða.

Brasilíumaðurinn gekk í raðir United frá Ajax á um 85 milljónir punda sumarið 2022 en hefur engan veginn staðist væntingar. Margir tala um hann sem ein verstu kaup sögunnar.

Nú reynir hann að kveikja á ferli sínum á ný með skiptunum til Betis, sem er í 12. sæti La Liga.

Betis mun jafnframt greiða að minnsta kosti 84 prósent launa Antony á meðan dvöl hans á Spáni stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur