fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

KSÍ og ÍTF senda frá sér yfirlýsingu – „Með virku og opnu samtali og samstarfi næst mestur árangur“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 4. mars 2024 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskur Toppfótbolti sendu rétt í þessu frá sér viljayfirlýsingu sem á að marka nýtt upphaf að auknu og bættu samstarfi aðilanna.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar umræðu um samstarfið á milli KSÍ og ÍTF og að það hafi ekki gengið sem skildi undanfarin misseri.

Þorvaldur Örlygsson var fyrir rúmri viku kosinn nýr formaður KSÍ og viljayfirlýsingin umrædda því eitt af hans fyrstu verkum í starfi.

Viljayfirlýsing KSÍ og ÍTF
Í kjölfar nýafstaðins ársþings KSÍ og þeirrar umræðu sem uppi hefur verið varðandi samskipti KSÍ og ÍTF lýsa stjórnir beggja samtaka yfir vilja til aukins samstarfs knattspyrnunni á Íslandi til heilla. ÍTF eru samtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna. Öll félög innan ÍTF eru aðildarfélög KSÍ.

Af beggja hálfu er vilji til þess að leggja sérstaka áherslu á samstarf um móta- og dómaramál, markaðs- og kynningarmál, fræðslumál, og þróun ungra leikmanna. Með virku og opnu samtali og samstarfi næst mestur árangur.

Með viljayfirlýsingu þessari er markað nýtt upphaf að auknu og bættu samstarfi ÍTF og KSÍ sem báðir aðilar leggja áherslu á til lengri tíma og er í samræmi við stefnumótun beggja aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Elís missir af lokaleik Víkings

Aron Elís missir af lokaleik Víkings
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar