David Ornstein hjá The Athletic er með sínar kenningar um það af hverju Glazer fjölskyldan er að selja 25 prósenta hlut í Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe er að kaupa þennan hlut í félaginu en Ornstein útskýrir málið svona.
„Hvað gerfa 25 prósent Ratcliffe? Stóra málið er að hann færa að stýra fótboltanum hjá félaginu,“ segir Ornstein.
„En því hefur verið haldið fram að Glazer geri þetta svona og láti hann borga alltof hátt verð fyrir 25 prósenta hlutinn. Með því að leyfa honum að stjórna fótboltanum, ef það gengur vel þá mun 75 prósenta hlutur Glazer bara hækka í verði.“
„Félaginu mun þá ganga vel og þeir hagnast af því. Ef það gengur mjög illa þá er það bara Sir Jim Ratcliffe og hans fólki að kenna.“
Stuðningsmenn United eru verulega ósáttir með það að Glazer fjölskyldan verði áfram hjá félaginu en hún eignaðist félagið árið 2005.