Joan Laporta forseti Barcelona segir koma til greina að semja endanlega við þá Joao Felix og Joao Cancelo næsta sumar en þeir eru á láni hjá félaginu.
Cancelo er á láni hjá City en Felix frá Atletico Madrid.
„Ef þeir halda áfram að spila svona vel munum við reyna að halda þeim,“ segir Laporta.
Hann hefur lengi haft augastað á Felix sérstaklega.
„Ég vil hafa bestu leikmennina hjá Barcelona. Ég hef til að mynda verið aðdáandi Joao Felix lengi.“