Casemiro miðjumaður Manchester United fær að vera lengur heima í Brasilíu en gert var ráð fyrir. Er hann að jafna sig af smávægilegum meiðslum.
Manchester United segir frá þessu á heimasíðu sinni og segir að Casemiro spili ekki gegn Sheffield United á laugardag.
Casemiro er svo í banni gegn FCK í Meistaradeildinin á þriðjudag en er væntanlegur til Manchester í næstu viku.
Miðjumaðurinn frá Brasilíu meiddist lítilega í landsleikjum en hann er fyrirliði Brasilíu í dag.
Casemiro er á sínu öðru ári sem leikmaður United en hann hefur eins og margir aðrir leikmenn félagsins ekki spilað vel í upphafi tímabils.