Leikmenn San Marínó tóku hart á Rasmus Hojlund, framherja danska landsliðsins, í leik liðanna í gær.
Liðin mættust í undankeppni EM 2024 í gær og lentu Danir óvænt í vandræðum með San Marínó sem er eitt slakasta landslið heims. Unnu þeir þó 1-2 sigur að lokum.
Sem fyrr segir var tekið harkalega á Hojlund og vill hann meina að leikmenn San Marínó hafi reynt að meiða sig af ásettu ráði. Eitt sinn fór andstæðingur harkalega í bakið á þessum framherja Manchester United en þar hefur hann einmitt verið að glíma við meiðsli.
„Þeir tóku mig fyrir í dag. Þið sjáið það þarna í lokin. Ég skil ítölsku og heyrði þá segja að þeir ætluðu að kremja mig,“ sagði Hojlund eftir leik, en kappinn spilaði á Ítalíu á síðustu leiktíð.
„Þið sjáið á myndunum að hann var bara með eitt í huga. Það er algjört grín að hann hafi aðeins fengið gult spjald,“ sagði Hojlund.
Brotið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
We all know Rasmus Hojlund has a back issue. Surely this is intentional/Targeted?!!
Defender not even on the correct side to challenge! pic.twitter.com/R04sNXYhw9
— The Final Whistle (@FinalWhitsleYT) October 18, 2023