Það er talið að Katarinn Sheikh Jassim gæti nú snúið sér að því að reyna að kaupa Tottenham. Mirror greinir frá þessu.
Jassim mistókst að kaupa Manchester United eftir að hafa lengi verið talinn með líklegri mönnum til að verða næsti eigandi félagsins.
Vildi Katarinn kaupa allt félagið af Glazer fjölskyldunni en tilboði hans var hafnað.
Þess í stað er Sir Jim Ratcliffe og Ineos að eignast 25% hlut í United.
Nú er talið að Jassim muni snúa sér að Tottenham.
Ljóst er að hann gæti dælt peningum í félagið, líkt og hann ætlaði að gera með United. Stefnan var að hefja endurbætur á Old Trafford og kaupa stórstjörnur í liðið.