Sofyan Amrabat miðjumaður Manchester United er meiddur en óvíst er hversu alvarlega miðjumaðurinn frá Marokkó er meiddur.
Amrabat gat ekki spilað í landsleikjum Marokkó um helgina en hann missti af tveimur leikjum vegna meiðsla.
Amrabat kom til United á láni frá Fiorentina í sumar en var meiddur til að byrja með.
Óvíst er hvort Amrabat get spilað gegn Sheffield United á laugardag en þétt dagskrá er næstu vikurnar hjá Manchester United.
Amrabat missti af leikjum gegn Fílabeinsströndinni og gegn Líberíu en hann er skærasta stjarna liðsins.