Sir Jim Ratcliffe mun eignast 25 prósenta hlut í Manchester United á næstu vikum. Stjórn félagsins mun kjósa um það í vikunni.
Sky Sports News segir að Ratcliffe muni borga 1,3 milljarð punda fyrir þann hlut í félaginu.
Sheik Jassim bauð rúma 5 milljarða punda í félagið en vildi eignast það allt. Hann var ekki til í neitt annað.
Ekki er vitað í hvað fjármunirnir frá Ratcliffe verða notaðir, hvort eitthvað fari í rekstur United eða allt í vasann hjá Glazer fjölskyldunni.
Ratcliffe mun stjórna öllu sem kemur að fótboltanum ef marka má fréttir en Glazer fjölskyldan hefur átt félagið frá 2005 og er mjög umdeild á meðal stuðningsmanna United.