Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að jafna markametið Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Það gerði hann með marki gegn Liechtenstein nú rétt í þessu
Gylfi sjálfur fékk vítaspyrnuna en varnarmaður gestanna varði með hendi innan teig, mörgum fannst dómurinn harður.
Gylfi Þór steig sjálfur á punktinn og skoraði sitt 26 mark fyrir íslenska landsliðið. Þetta var hans 80 landsleikur fyrir Ísland.
Gylfi var einstaklega öruggur á punktinum en markið er hér að neðan.
Það er jöfnun á meti Kolbeins og Eiðs Smára en markið kom á 22 mínútu leiksins. Þetta er fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði Íslands í tæp þrjú ár.
⚽️ 𝐆𝐎𝐀𝐋 | Iceland 1-0 Liechtenstein | Gylfi Sigurðssonpic.twitter.com/RF07d9VBpz
— FootColic ⚽️ (@FootColic) October 16, 2023