Írska landsliðið í knattspyrnu er í þeirri furðulegri stöðu að tap gegn Hollandi í undankeppni EM er betra fyrir þá en að vinna leikinn.
Írar munu ekki fara beint inn á Evrópumótið en líkt og Ísland eiga þeir von um að fá sæti í umspili.
Til að auka þá möguleika sína er betra fyrir þá að tapa gegn Hollandi og vonast eftir því að Holland fari beint inn á EM.
Holland er að berjast við Grikkland um annað sætið í riðlinum. Holland er hærra skrifað en Grikkland og því eru möguleikar Íra meiri á umspili fari svo að Holland endi í öðru sæti.
Ísland er í sömu stöðu og Írland og það að Holland fari beint inn á EM mun henta íslenska landsliðinu miklu betur en að Grikkir geri það.
Írar og Hollendingar eigast við í nóvember og verður fróðlegt að fylgjast með þeim leik þar sem tap eru betri úrslit fyrir Íra.