„Þetta var frábært, góður sigur hjá okkur,“ sagði Elías Rafn Ólafsson, markvörður Íslands eftir 4-0 sigur á Liechtenstein í kvöld.
Elías varði vítaspyrnu í leiknum en hana þurfti að endurtaka þar sem leikmenn beggja liða voru mættir inn í teig. Í seinin tilraun þeirra var skotið langt framhjá.
„Það er alltaf gaman að spila, fyrir framan fjölskyldu og vini hér heima. Það tókst að halda einbeitingu í liðinu.“
„Þjálfarinn velur liðið fyrir hvern leik, maður styður þann sem er að spila.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.