fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Birtir myndir af Gylfa Þór beint eftir endurkomuna í landsliðið sem bræða hjartað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár á föstudaginn, Gylfi fékk frábærar móttökur á Laugardalsvelli þegar hann kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg.

Gylfi Þór ákvað að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eftir tvö ár frá leiknum og hefur í aðdraganda þess mikið talað um að dóttir sín hafi hjálpað sér í gegnum árin tvö þar sem hann var í farbanni í Englandi.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Gylfi hafi beint eftir leik farið til hennar og fallist í faðma hennar eftir endurkomuna í landsliðið. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa birti myndir af því á Instagram.

Instagram/Alexandra Helga

Dóttir Gylfa og Alexöndru var þarna að sjá pabba sinn spila landsleik í fyrsta sinn en Gylfi er að flestra mati besti landsliðsmaður sögunnar.

Gylfi hefur skorað 25 mörk fyrir landsliðið og þarf því að skora tvö til viðbótar til að bæta markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar.

Gylfi fær gott tækifæri til þess í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein en ekki er útilokað að hann byrji þann leik.

Instagram/Alexandra Helga
Instagram/Alexandra Helga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga