Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni var fjölmiðlastarnan Tómas Steindórsson.
Eden Hazard lagði skóna á hilluna á dögunum, 32 ára gamall. Hann hafði verið samningslaus frá því hann fór frá Real Madrid í sumar en hann var frábær með Chelsea á árum áður.
„Þessi ár hjá Real Madrid lita þetta dekkri litum,“ sagði Helgi.
„Ég held að flestir leikmenn á hæsta stigi eigi nokkur döpur ár. Ég kýs það að muna eftir Hazard í Chelsea, sem var ógeðslega skemmtilegur leikmaður,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.