Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, hefur sett sér í raun ótrúlegt markmið áður en hann ákveður að leggja skóna á hilluna.
Ronaldo er 38 ára gamall í dag og leikur í Sádi Arabíu en hann er enn landsliðsmaður Portúgals og skoraði tvö í sigri gegn Slóvakíu á dögunum.
Ronaldo er hvergi nærri hættur en hann ætlar sér að skora þúsund mörk á ferlinum.
Portúgalinn hefur hingað til skorað 857 mörk í öllum keppnum á sínum ferli og þyrfti að spila í þónokkur ár til viðbótar til að ná þeirri tölu.
,,Þetta verður ansi erfitt en þetta snýst allt um hugarfar og metnað,“ sagði Ronaldo.
,,Til að ná 1000 þá þarftu fyrst að ná 900. Ég held að ég geti afrekað þetta.“